Markmiðið með útgáfu reglubóka er að kveða á um réttindi og skyldur aðila að innviðum og setja leikreglur fyrir þátttakendur í greiðslukerfum, staðla verkferla og auka gagnsæi í rekstri þeirra. Fyrirmyndin er gerð reglubóka í Evrópu, þ.m.t. á Norðurlöndunum. Reglubækur eru skuldbindandi fyrir þátttakendur í tilteknum innviðum og er ætlað að auka öryggi þeirra og skilvirkni. Greiðsluveitan fer með formennsku í reglubókaráði og er ráðið skipað fulltrúum innlánsstofnana og Reiknistofu bankanna.