Greiðsluráð

Markmið með starfi greiðsluráðs er að styðja við stefnumótun um málefni fjármálainnviða og greiðslumiðlunar í víðum skilningi , draga sjónarmið haghafa fram og veita stuðning við framþróun og nýsköpun á sviði greiðslumiðlunar. Seðlabankinn fer með formennsku í greiðsluráði og verður starfsemi þess opin og gagnsæ. Aðilar að greiðsluráði eru hagsmunasamtök fyrirtækja, þ.m.t. fjármálafyrirtækja, Neytendasamtökin, Reiknistofa bankanna og opinberir aðilar.