Categories

Hlutverk

Breyting á starfsemi Greiðsluveitunnar ehf.

Undanfarið hefur verið unnið að endurskipulagningu fjármálainnviða, meðal annars á vettvangi stjórnar Greiðsluveitunnar ehf., og er markmið með þeirri endurskipulagningu að ná fram auknu öryggi, skilvirkni og hagkvæmni í rekstri og þróun sameiginlegra kerfa í fjármálakerfinu. Unnið hefur verið að endurskipulagningunni í anda þess sem kom fram í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út 2018.

Í tengslum við endurskipulagninguna mun Greiðsluveitan ehf. selja Reiknistofu bankanna hf. annars vegar Ark-kerfið (áður Birtingur) og hins vegar SWIFT-kerfið. Jafnframt mun Greiðsluveitan eignast 7,33% hlut í Reiknistofunni. Fyrirhugað er að eignarhald Greiðsluveitunnar verði tímabundið eða meðan frekari vinna við endurskipulagningu fjármálainnviða stendur yfir hér á landi.

Greiðsluveitan mun fyrir hönd Seðlabankans reka þrjá vettvanga, þ.e. Framtíðarvettvang, greiðsluráð og vettvang fyrir reglubækur.

Helstu verkefni Greiðsluveitunnar eru umsjón með eftirfarandi ráðum:

  • Greiðsluráð
  • Framtíðarvettvangur
  • Reglubókaráð