SWIFT þjónustan

SWIFT-þjónustan sér um að koma SWIFT-greiðslufyrirmælum, SWIFT-tilkynningum og öðrum samskiptum sem leyfileg eru í kerfinu til erlendra og innlendra banka, sparisjóða og annarra fjármálafyrirtækja sem heimilt er samkvæmt reglum SWIFT að nota kerfið.

Kerfið sér um allt utanumhald sem tengist þessum samskiptum, s.s. á skeytum, útprentunum, dagbókum, öryggislyklum og notendum. Starfsfólk fjármálafyrirtækja getur unnið beint í kerfinu en einnig má tengja bakvinnslukerfi fjármálafyrirtækja við kerfið þannig að gögn flæði milli kerfa.

Kerfið er tvöfalt, bæði netsambönd (símalínur) og netþjónar.

Greiðsluveitan hefur umsjón með rekstri gáttar inn á alþjóðlegt greiðslunet SWIFT.

Flest allar greiðslur landa á milli fara fram með aðstoð SWIFT netsins.

Nánar um SWIFT: www.swift.com

Tengiliður kerfisins er Vigdís Ósk Helgadóttir vigdis@greidsluveitan.is Sími: 458 0000