Um fyrirtækið

Greiðsluveitan er sjálfstætt starfandi einkahlutafélag í eigu Seðlabanka Íslands.  Hjá því starfar hópur sérfræðinga sem sinnir hinum ýmsu verkefnum tengdum starfsemi félagsins. 

Nánari upplýsingar um verksvið félagsins má finna undir flipunum „Grunnkerfi“.

Tilgangur félagsins er að starfrækja greiðslukerfi og önnur þjónustukerfi tengd greiðslumiðlun í samræmi við gildandi lög og reglur, þ.á,m að viðhalda og tryggja öryggi og virkni þeirra, svo og skyld starfsemi.

Stjórn Greiðsluveitunnar hefur sett sér siðareglur sem eru fyrirtækinu leiðbeinandi þegar kemur að því að gæta siðferðislegrar og samfélagslegrar ábyrgðar, bæði innan stjórnar, í félaginu og út á við. Siðareglur GV_maí 2017


Stjórn Greiðsluveitunnar ehf

Guðmundur Kr. Tómasson, stjórnarformaður
Gerður Ísberg
Helga Hlín Hákonardóttir
Páll Kolka Ísberg
Tómas Örn Kristinsson

Framkvæmdastjóri félagsins er Vigdís Ósk Helgadóttir