Stórgreiðslukerfi

Stórgreiðslukerfið er stærsta og þýðingarmesta greiðslukerfi landsins. Kerfið miðlar greiðslufyrirmælum á milli fjármálastofnana í íslenskum krónum sem ná stórgreiðslumörkum (10 milljónum íslenskra króna) og gerir upp viðskipti annarra þýðingarmikilla fjármálakerfa. Stórgreiðslukerfið er rauntímakerfi og bókar færslur samstundis á reikninga þátttakenda, svo fremi sem úttektarreikningar þátttakenda eru innan heimildar. Stórgreiðslukerfið skal starfrækt frá kl. 9:00 til kl. 16:30 á bankadögum, en frá kl. 16:15 skulu þátttakendur loka fyrir greiðslufyrirmæli frá viðskiptavinum sínum sem eru yfir stórgreiðslu mörkum.

Nánari upplýsingar um kerfið má finna á heimasíðu Seðlabankans
http://sedlabanki.is/fjarmalainnvidir/rekstur/storgreidslukerfi/

  • Tengiliður kerfisins sem hægt er að hafa samband við vegna atriða sem varða þjónustuna, s.s. vegna almennrar upplýsingamiðlunar, vegna samninga, heimilda, reglna, þjónustu við kerfið og annarra atriða er Páll Kolka Ísberg, kerfisstjóri; pall.kolka.isberg@sedlabanki.is Sími: 569 0000&
  • Tengiliður kerfisins er Vigdís Ósk Helgadóttir vigdis@greidsluveitan.is Sími: 458 0000